Vegalög

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 15:53:31 (6467)


[15:53]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil þakka hv. formanni samgn., 2. þm. Norðurl. v., fyrir að vilja athuga þetta mál. Ég tel að það geti vel verið ríkar ástæður til þess að undirbúa girðingarkafla vegalaga vandlega og það er vafalaust rétt að nefndinni hefur ekki unnist tími til að gera það svo vel sem hún vildi. Þetta er flókið mál og það er ekki auðleyst og ég tek undir þær hugmyndir sem hér hefur verið lýst um lausn málsins. En ég tel að þá þurfi líka að fresta gildistöku 56. gr. því mér finnst vera beint samhengi á milli hennar og VII. kafla laganna. Ég sé ekki betur en 56. gr. geri búfjáreigendur skaðabótaskylda ef ekið er á búfé þeirra, en eins og menn vita þá eru girðingarmálin í ólestri og búfé getur komist inn á allflesta þjóðvegi landsins. Úr því þarf að bæta og þegar það hefur verið gert finnst mér að 56. gr. geti tekið gildi og eigi fullan rétt á sér.