Áburðarverksmiðja ríkisins

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 17:53:43 (6486)


[17:53]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. spurði hvernig sú nefnd yrði skipuð sem ætti að meta eignir og skuldir verksmiðjunnar. Það liggur ekki fyrir. Það verður auðvitað reynt að velja kunnáttumenn til þess, færa menn sem geti gefið vísbendingu um það eins og venja er til þegar verið er að selja eignir og ekkert óvenjulegt við það. Auðvitað verður það stjórn fyrirtækisins sem fer síðan með mál hennar og tekur ákvörðun um það hvernig rétt sé að standa að þeim nauðsynlegu breytingum sem þurfa að verða á rekstri verksmiðjunnar í samráði við framkvæmdastjóra til að reyna að tryggja áframhaldandi rekstur hennar og atvinnu þeirra fjölmörgu starfsmanna sem þar eru. Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki hægt að reka verksmiðjuna áfram á sama grundvelli þar sem einkasöluréttur á innflutningi á áburði verður afnumin um næstu áramót.