Áburðarverksmiðja ríkisins

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 17:56:34 (6489)


[17:56]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri, hæstv. ráðherra, er það að ég tel að þegar verið er að selja eignir ríkissjóðs og meta eignir og skuldir þá eigi fjmrh. að koma að því og fjárln. helst að hafa umsögn um það líka. Ég tel ekki rétt að það sé einhver nefnd sem ráðherra skipar, sem ekki er einu sinni hægt að segja hverjir muni skipa þá nefnd þegar við erum að ræða þetta frv. Ég tel ekki rétt að það sé haft eins og hér segir heldur miklu eðlilegra að það sé fjmrh. og að fjárln. hafi umsögn um það hvernig að sölunni verði staðið.