Vegalög

138. fundur
Miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 13:44:37 (6495)


[13:44]
     Pálmi Jónsson :
    Virðulegi forseti. Við 2. umr. gerði hv. 4. þm. Austurl. athugasemdir sem hann hefur hér minnt á. Í umræðunni gerði ég grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar varðandi þessar athugasemdir. Því miður var hv. þm. þá ekki viðstaddur umræðuna. Verði brtt. samþykkt þá hljóðar síðari málsl. 9. gr. svo, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Einkavegir eru þeir vegir sem ekki teljast þjóðvegir og eru kostaðir af einstaklingum, fyrirtækjum eða opinberum aðilum.``
    Einkavegir eru í sumum tilfellum kostaðir af opinberum aðilum, þ.e. fyrirtækjum á vegum hins opinbera og liggja t.d. að ratsjárstöðvum eða öðrum þeim stöðum þar sem tæki eru sem ekki er talið heppilegt að almenningur hafi aðgang að og geta þess vegna verið lokaðir.