Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu SR-mjöls

139. fundur
Mánudaginn 25. apríl 1994, kl. 15:06:53 (6532)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Að þessu gefna tilefni vill forseti lesa það bréf sem sent var þingflokki Alþb. en það hljóðar svo:
    ,,Forsætisnefnd fjallaði um bréf þingflokks Alþb. frá 20. apríl á fundi sínum í morgun. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi nefndarinnar:
    Forsætisnefnd mun ekki hafa afskipti af því hvenær ríkisendurskoðandi skilar fjárlaganefnd greinargerð um sölu á hlutabréfum í SR-mjöli hf. sem nefndin óskaði eftir.
    Forsætisnefnd mun taka upp viðræður við ríkisendurskoðanda um hvernig eðlilegt sé að haga skýrslugerð af þessu tagi í framtíðinni, sbr. bréf ríkisendurskoðanda, dags. 20. apríl 1994.
Alþingi, 25. apríl 1994.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Alþingis.``


    Forseti getur bætt því við að þetta var einróma niðurstaða forsætisnefndar, en tveir nefndarmenn voru ekki á fundinum, hv. 14. þm. Reykv. og hv. 2. þm. Norðurl. v.