Um dagskrá

139. fundur
Mánudaginn 25. apríl 1994, kl. 15:13:08 (6536)


[15:13]
     Tómas Ingi Olrich :
     Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram að mér eru það mikil vonbrigði að menntmrh. skuli ekki svara því máli sem hér er undir 2. lið og er þjónusta Ríkisútvarpsins við heyrnarskerta og heyrnarlausa. Ég fékk þá tilkynningu í morgun, að vísu taldi ég það vera mjög stuttan fyrirvara, að fsp. yrði svarað. Mér eru þetta mikil vonbrigði og ég spyr hvort þetta séu eðlileg vinnubrögð.