Vegalög

140. fundur
Mánudaginn 25. apríl 1994, kl. 18:37:50 (6578)

[18:37]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég hef gert nokkrar athugasemdir við þetta mál. Þær varða ekki stóra efnisþætti málsins en ég er afar óánægður með það að samgn. skuli ekki hafa tekið þau álitaefni til efnislegrar athugunar og gert grein fyrir því hvers vegna málið er fyrir lagt eins og það liggur hér fyrir við 3. umr. Nefni ég þar enn sem dæmi 8. gr. frv. og þá flokkun vega sem þar er verið að lögleiða og sem menn eiga eftir að súpa seyðið af væntanlega um nokkurt skeið, e.t.v. árabil í sambandi við vegáætlun. Ég vil láta óánægju mína í ljós með þessa málsmeðferð með því að sitja hjá við 3. umr.