Breyting á reglugerð um Atvinnuleysistryggingasjóð

141. fundur
Þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 13:49:56 (6588)


[13:49]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Það hefur komið fram í umræðum fyrr í vetur í mínu máli að ég hef tekið undir þau rök sem hér hafa komið fram að það þurfi að rýmka rétt ákveðinna hópa, hjá sjálfstætt starfandi, til atvinnuleysistrygginga og að því hefur verið unnið. Það hljóta allir að skilja það þegar hér er um að ræða útgjöld upp á 100--200 millj. að það þurfi atbeina og samþykki fjmrh. til þess að gefa út slíka reglugerð vegna þess að við erum að tala um að það yrði fjárvöntun þá upp á 100--200 millj. ef þessi reglugerð yrði gefin út á þessu ári. En ég vænti þess að það náist niðurstaða milli þessara tveggja ráðuneyta sem eru að skoða þetta mál. Eins og ég sagði áðan er allnokkuð síðan þessi reglugerð var tilbúin og hún hefur verið til skoðunar í fjmrn. og á milli ráðuneytanna varðandi einstaka þætti málsins. Ég vænti þess að niðurstaða fáist í það mál í þessari viku þannig að það verði þá hægt að gefa út umrædda reglugerð.