Lyfjalög

141. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 02:02:22 (6644)


[02:02]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hef ekki fengið nein gögn upp í hendurnar sem sýna að verð muni stórlækka á lyfjum á landsbyggðinni við þetta frv. En hitt er ljóst og það segir hv. 5. þm. Austurl. í ræðu sinni að það verður misjafnt verð ( GunnS: Það er orðið.) í Reykjavík og á landsbyggðinni, það er staðreynd. Það er einmitt það sem er tilfellið og þetta frv. er ein af mörgum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að auka mismun á lífskjörum fólks eftir því hvar það býr á landinu. Það er staðreyndin í þessu máli.