Samningur um opna lofthelgi

142. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 15:02:43 (6669)


[15:02]
     Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde) :
    Virðulegi forseti. Um mál þetta gegnir sama máli og um síðasta dagskrármál. Utanrmn. hefur komist að einróma niðurstöðu um að leggja til að ríkisstjórninni verði veitt heimild til þess að fullgilda hinn svokallaða samning um opna lofthelgi sem var undirritaður í Helsinki 24. mars 1992.
    Undir nál. í máli þessu rita allir nefndarmenn utan tveir sem fjarverandi voru á fundinum.