Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:35:02 (6724)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti hélt að það væri útrætt mál sem varðar það að hv. þm. komst ekki að til að flytja sína ræðu fyrir hádegi og forseti hefur beðið hv. þm. afsökunar á því þó það sé í sjálfu sér ekkert í þingskapalögum sem segi að það eigi að gefa hv. þm. orðið í þeirri röð að það skiptist jafnt á milli flokka. Varðandi það sem þingmaðurinn spurði um og snertir áframhaldandi þingstörf í dag þá er erfitt að svara því nákvæmlega á þessari stundu. Það er ákveðið að gera núna hlé á fundinum til kl. þrjú þannig að það gefist tími til nefndafunda og eins þingflokksfunda. En forseti getur líka greint frá því að um fjögurleytið er reiknað með atkvæðagreiðslu og þá verður sennilega settur nýr fundur. Á þeirri dagskrá er gert ráð fyrir að verði m.a. stjórn fiskveiða. En eins og hv. þm. veit er á þessum síðustu dögum mikið byggt á samkomulagi milli þingflokka og í hléinu verður að sjálfsögðu komið saman og reynt að ná niðurstöðu um framhald fundarins.