Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

144. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 18:06:59 (6758)


[18:06]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það mun hvorki standa á mér né ríkisstjórninni að reyna að greiða fyrir því ef kostur væri að meiri samstaða gæti tekist milli Verkamannasambandsins og sjómannasamtakanna. En ábendingu sinni ætti hv. 6. þm. Norðurl. e. fyrst að koma á framfæri við sjómannasamtökin og spyrja þau hvort þau séu tilbúin til að taka eitthvert tillit til félaga sinna í verkalýðshreyfingunni.