Stjórn fiskveiða

144. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 23:57:57 (6793)


[23:57]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er alveg rétt að ég sagði þvílíkt bull. Það er staðreynd að það var nánast allt bull sem hv. þm. sagði hér fyrr, nema það eitt sem hann sagði um útflutning á karfa. Það tók ég fram að væri rétt og reyndi að skýra það mál í stuttu máli. (Gripið fram í.) Það var það eina sem ekki var bull. Það er rétt og ég viðurkenni það og reyndi að færa rök fyrir því hvers vegna það væri gert. Við erum líka að hugsa um hag sjómanna.
    Ég hefði líka áhuga á að spyrja hv. þm., hann getur ekki komið hér upp aftur og svarað en gerir það kannski seinna: Hvaðan kemur honum einhver vitneskja um það að ég sé talsmaður fiskvinnslukvóta? Það væri fróðlegt að vita það. Stendur það í skýrslunni eða bréfi frá Sjómannasambandinu, hv. þm.? Var það í bréfinu frá Sjómannasambandinu, að ég væri talsmaður fiskvinnslukvóta? Ég hef alla tíð þegar ég hef rætt um þessi mál verið andvígur fiskvinnslukvóta, alla tíð. Ég held því að það sé einhver vitleysa í bréfinu.