Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 00:50:25 (6795)


[00:50]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það sem ég ætla að spyrja hv. þm. að er það hvort hún setji samasemmerki á

milli þeirra hugmynda um fiskvinnslukvóta sem voru í frv. ríkisstjórnarinnar og þeim hugmyndum um byggðakvóta sem Kvennalistinn hefur sett fram.
    Í öðru lagi varðandi það að hv. þm. lýsti ánægju sinni yfir því að fulltrúi Þjóðhagsstofnunar hafi lýst því yfir á fundi í sjútvn. að það væri hægt að ná hagkvæmni með fiskvinnslukvóta. Ég vil spyrja hv. þm. að því hvort það hafi komið fram í máli fulltrúa Þjóðhagsstofnunar hvort hann reiknaði með því að sá kvóti væri að fullu framseljanlegur því það er grundvallaratriði hvað þetta snertir.