Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:23:44 (6801)


[01:23]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mínúturnar endast mjög illa hér hjá okkur í þessum stuttu andsvörum. En ég tel að ég þurfi að fá heldur fyllra svar en þetta. Það er furðulegt finnst mér ef ekki má koma til móts við þá aðila sem hafa farið svona skelfilega út úr síðustu árum í sambandi við sínar veiðiheimildir vegna þess að félagar þeirra í sömu samtökum hafa boðið upp á þessa lausn. Í heildarafla er ekki verið að tala um að veiðar þeirra báta sem eru samanlagðir í einum hóp aukist, þeirra sem vilja nýta sér þennan möguleika. Mér finnst það satt að segja furðulegt ef ekki er hægt að ná samkomulagi um að koma pínulitlu réttlæti inn í þennan hóp sem er undir sex tonnum.