Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:31:42 (6808)


[01:31]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þau mál er hv. þm. Stefán Guðmundsson nefndi í tengslum við þá niðurstöðu sem hér er til umræðu um að auka við rækjukvóta og takast á við aldursákvæði laga um innflutning skipa og svo framvegis --- að segja að þetta séu hrossakaup finnst mér ekki ósanngjarnt, það er óréttlátt við þennan málstað vegna þess að ég veit að við erum hjartanlega sammála um það að öll þessi málefni sem hér hafa verið nefnd horfa öll til heilla. Og að tala um að það séu hrossakaup af því að það nást fram góð mál finnst mér skrýtin pólitík. Ég trúi því ekki að svoleiðis viðskipti viðgangist í Framsfl. Ég hef meiri trú á þeim flokki en svo að það geti gerst.