Lyfjaverslun ríkisins

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 12:55:02 (6826)


[12:55]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka það skýrt fram að ég sagði mjög skýrt að ég væri ekki að fella dóm, ég væri ekki að fella neinn úrskurð. Það sem ég sagði var það að ég hef áhyggjur af því að skýrsla Ríkisendurskoðunar geti skaðað Ríkisendurskoðun og það væri afar slæmt fyrir okkur hv. þm. vegna þess að við þurfum á því að halda að Ríkisendurskoðun starfi þannig að um trúverðugleika sé að ræða hjá stofnuninni. Ég hef af þessu áhyggjur vegna þess að ég hef séð þau gögn sem lögð hafa verið fram vegna skýrslunnar um SR-mjöl. Annað sagði ég ekki. Ég lýsti áhyggjum mínum en ég var ekki að fella dóm né úrskurð. Þetta sagði ég að því gefna tilefni að SR-mjöl skýrslan var dregin inn í þessa umræðu og um leið hvatti ég til þess að sú skýrsla yrði tekin til umræðu á þinginu fyrir þinglok. Og ég sagði að það væri vegna þess að ég held að allur sannleikurinn þurfi að koma fram í þessu máli.