Varamaður tekur þingsæti

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 10:35:42 (6875)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dagsett 29. apríl 1994:
    ,,Þar sem ég verð fjarverandi erlendis á næstunni og get því ekki sótt þingfundi leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Þuríður Bernódusdóttir verkstjóri, Vestmannaeyjum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Jón Helgason, 2. þm. Suðurlandskjördæmis.``


    Þuríður Bernódusdóttur hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.