Tryggingagjald

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 11:32:53 (6894)


[11:32]
     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu alveg hárrétt hjá hæstv. fjmrh. að það var samið um tímabundna lækkun, en það sem ég var að benda á er ekki síst þetta hringl sem hefur verið á tryggingagjaldinu, þar sem ýmist er verið að lækka það eða hækka og verið að færa á milli flokka. Þetta tengist spurningunni sem kom svo sterkt fram í umræðunni fyrir jólin: Hver er stefnan í skattamálum? Það er þetta eilífa hringl sem skapar óöryggi bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum og menn verða einfaldlega að fara að móta langtímastefnu og vera ekki í þessum sífelldu breytingum sem valda ómældum kostnaði og erfiðleikum í atvinnulífinu.