Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 16:42:45 (6925)


[16:42]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hér voru í reynd sagðir þeir hlutir sem hæstv. ráðherra hefði betur látið ósagða. Það er ekki nokkur deila um það að þessir menn séu æskilegir kaupendur. En jafnvel æskilegir kaupendur þurfa að greiða fyrir hlutina það sem þeir kosta. Ég man ekki eftir því að hæstv. landbrh. hefði haldið öðru fram, en er það svo að sumir eigi að greiða fyrir hlutina það sem það kostar en öðrum nægi að vera æskilegir kaupendur? Er það það sem er verið að segja? Og er það kannski svo að það hafi verið landbrh. sem seldi?