Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:10:07 (6945)


[18:10]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það var aðeins eitt fyrirtæki sem var metið hæft til að ganga til viðræðna um sölu. Það hefur verið rakið hér hve allir frestir voru stuttir. Hefði ekki verið eðlilegra að auglýsa aftur? Hvað lá á að ganga frá þessu á síðasta degi ársins 1993? Var það rétti tíminn?
    Það eru núna að koma fram ársreikningar fyrirtækja frá síðasta ári sem sýna hagnað. Við höfum horft upp á það núna síðustu dagana jafnvel að hlutabréf í Íslandsbanka, sem tapaði umtalsvert á síðasta ári, hafa hækkað mikið í verði.
    Virðulegi forseti. Ég tel að hér hafi ekki verið skoðað og það raunar sannað að þetta var ekki rétti tíminn til að selja fyrirtækið.