Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:51:25 (6954)


[18:51]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna ræðu hv. 1. þm. Norðurl. e. vil ég segja að það var ekki með nokkrum hætti tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á sölu SR-mjöls með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun gerði athugun á þessu máli. Því fór fjarri. Fyrir fjárln. komu fulltrúar m.a. úr söluhópnum og gerðu ítarlega grein fyrir hvernig að þessu máli var staðið og það var ekkert sem kom fram í þeim viðtölum sem gaf tilefni til þess að það þyrfti að skoða undirbúning eða aðdraganda að sölunni sérstaklega.
    Þetta vil ég að komi fram hér vegna þess að mér fannst að það kæmi fram í ræðu hv. þm. að með því að fela Ríkisendurskoðun athugun á málinu væri verið að taka undir gagnrýni á þetta mál.