Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:52:49 (6955)


[18:52]
     Guðmundur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég benti aðeins á það að hv. fjárln. hefði öll staðið að því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun gæfi álit sitt á málinu, gæfi þinginu skoðun sína á málsmeðferðinni, tók það meira að segja fram, held ég, að ég væri ekkert að gera einstökum hv. nefndarmönnum upp neina skoðun á því hvað lá þar að baki heldur undirstrika að um það var samstaða og vilji fjárln. allrar að Ríkisendurskoðun fjallaði um málið og skilaði skýrslu sinni til nefndarinnar sem vita mátti að mundi að sjálfsögðu fara inn í þingið.
    Annað hef ég ekki um það að segja, virðulegur forseti, út af þessum ummælum hv. 1. þm. Vesturl.