Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:53:45 (6956)


[18:53]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. 1. þm. Norðurl. e. skuli staðfesta það sem ég sagði hér. Ég lagði á það ríka áherslu að Ríkisendurskoðun var falið að gera úttekt á þessu máli vegna þess að þetta er sérstakt mál, vandmeðfarið, og þess vegna nauðsynlegt að gefa mönnum færi á því að draga fram í dagsljósið allan raunveruleikann í því.
    Ég vil bara ítreka það sem ég sagði áðan að fulltrúar söluhópsins sem komu fyrir fjárln. gerðu mjög vel grein fyrir öllum aðdraganda og undirbúningi þessa máls og það kom ekkert fram hjá þeim sem gaf tilefni til þess að sérstök athugun yrði gerð á þessu máli. En vegna stærðar þess varð fjárln. sammála um að það væri sjálfsagt að athuga það.