Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 19:07:27 (6967)


[19:07]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ef það væri tilefni til að rifta þá væru möguleikar fyrir hendi. Ég hygg að þrátt fyrir allt séum við hv. þm. sammála um að það sé óskynsamlegt og ekki tilefni og ekki ástæður til að rifta samningunum vegna þess að fyrirtækið er í traustum höndum og það hefur tekist að selja það á þann veg að við getum treyst áframhaldandi rekstur þess, við getum treyst á atvinnuöryggi og atvinnuhagsmuni fólksins í byggðunum. Það var mjög mikilvægt að líta til þeirra sjónarmiða. Ég geri fyllilega ráð fyrir því að hv. þm. sé mér sammála í því að það sé eitt af höfuðatriðunum við sölu fyrirtækis af þessu tagi að líta til þeirra sjónarmiða og hafa það í huga því að það væri mikið ábyrgðarleysi að selja fyrirtækið ef einhver hætta væri á því að rekstur fyrirtækisins raskaðist og atvinnuhagsmunir fólksins í byggðunum væru ekki tryggðir.
    Ég lít svo á og var að hrósa hv. þm. fyrir það að ég teldi að við værum sammála um þessi meginatriði.