Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:45:04 (6987)


[21:45]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hygg að hæstv. landbrh. hafi flutt einhverja sérstæðustu ræðu sem hann hefur nokkurn tíma flutt. Öll ræðan fór í að sanna að það væru tveir Jónar í þessu landi, Jón og séra Jón. Og í þessu tilfelli hefði það verið séra Jón, hinn rétti sem hefði fengið þetta. Öll ræðan fellur um sjálfa sig nema hæstv. ráðherra vilji lýsa því hér yfir úr ræðustól að það hafi verið óæskilegt að Akureyrarbær keypti verksmiðjurnar ásamt öðrum aðilum. Þar eru verkamenn. Þar eru útgerðarmenn, þar er venjulegt fólk. Er hæstv. ráðherra reiðubúinn að lýsa því yfir að það hafi verið venjulegir Jónar og það hafi verið óæskilegt að þeir keyptu? Ég bíð eftir svarinu og ég vil heyra það svar.