Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:54:07 (6996)


[21:54]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Sú forræðishyggja sem birtist hér í ræðum hæstv. landbrh. ( ÓÞÞ: Sósíalismi.) að hafa vit fyrir bæjarstjórnarmönnum Sjálfstfl. á Akureyri er auðvitað alveg með ólíkindum. Aðalatriðið er það sem ég benti hér á áðan og hæstv. ráðherra hefur ekki treyst sér til að svara einu einasta orði, aðalatriðið þetta: Allar ábendingar Ríkisendurskoðunar standa. Hverjir segja það? Stjórnarandstæðingar segja það, en það segir líka hv. þm. Sigbjörn Gunnarsson, 6. þm. Norðurl. e. sem þekkir gjörla til í þessu máli og er auk þess formaður fjárln. Sjálfstfl. stendur aleinn og berstrípaður í þessu máli. Það er niðurstaða umræðunnar, hæstv. forseti.