Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 23:52:54 (7020)


[23:52]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er sammála því í fyrsta lagi að það er auðvitað alveg afleit staða sem Ríkisendurskoðun er sett í aftur og aftur þegar henni er ætlað að undirbúa mál og endurskoða síðan sömu mál og stofnunin hefur fjallað um. Það er ósiður sem Alþingi á auðvitað að venja sig af að setja Ríkisendurskoðun í.
    Í öðru lagi segi ég það að þær tölur sem ég nefndi hér áðan varðandi verðið á fyrirtækinu og að ríkið hafi haft upp úr krafsinu 105 millj. kr., ég hefði gjarnan viljað að hæstv. fjmrh. hefði farið einhverjum orðum um það mál. Og loks svo það sem hæstv. ráðherra gerði að aðalgagnrýni sinni á stofnunina, Ríkisendurskoðun. Ég tel að í raun og veru komi það fram á bls. 13 hvaðan þær upplýsingar eru sem mótmælt er með feitu letri á bls. 12 og ég hef því miður ekki tíma til að lesa, hæstv. forseti.