Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 23:55:00 (7022)


[23:55]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er enginn kostur á að skiptast á ítarlegum upplýsingum, skoðunum eða rökum um málið í andsvaratíma. En mér fannst hæstv. ráðherra ekki hrekja það sem ég sagði áðan að það sem ríkið hafði upp úr krafsinu út úr þessu 4--5 milljarða fyrirtæki hafi verið svona um það bil 100 millj. kr.
    Ég ætla síðan að endurtaka það sem mér fannst mikilvægt og ég gat ekki leiðrétt eða komið á framfæri hér áðan, að á bls. 13 í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í dag segir svo, með leyfi forseta: ,,Bókanir úr viðtölum við tvo úr starfshópnum og forstjóra VÍB eru algerlega samhljóða um að málið hefði gengið fyrir sig eins og lýst er í skýrslunni``. Ég tel að í raun og veru sé þarna staðfest hvernig það er til komið að það er nefnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar að menn hafi verið með þær upplýsingar í höndunum að sjútvrn. gæti hugsanlega fallist á að söluverð fyrir öll hlutabréfin væri á bilinu 700--750 millj. kr.