Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 23:58:56 (7025)


[23:58]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það má auðvitað alltaf deila um það hvaða kaupverð sé eðlilegt og hvaða kaupverð sé sanngjarnt. Það hefur komið fram í umræðunni að það sem ég sagði var það að fjmrn. hefur ekki gert athugasemdir við kaupverðið og telur það vera eðlilegt. Það getur vel verið að hv. þm. Páll Pétursson treysti sér til að selja fyrirtækið á hærra verði. Niðurstaðan er sú að það voru ekki neinir aðilar tilbúnir til þess að gefa meira fyrir fyrirtækið á þessari stundu nema Haraldur Haraldsson og hann gat ekki samkvæmt því sem hópurinn komst að niðurstöðu um sýnt fram á það að hann væri með það fjármagn sem til þyrfti. Þetta er það sem skiptir máli og ég tel að það megi ekki lesa það út úr orðum Ríkisendurskoðunar að þeir telji að kaupverðið sé fyrir neðan lægstu mörk eins og hv. þm. gat um í sinni ræðu. Þvert á móti telja þeir ef ég les þetta rétt og les í þeirra mál að það sé innan þeirra marka sem um var talað þótt

auðvitað megi fabúlera um annað.