Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 00:04:43 (7030)


[00:04]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil þá lesa eina tilvitnun í viðbót sem hæstv. fjmrh. hljóp yfir og hún er svo, með leyfi forseta:
    ,,Ef rekstraráætlanir bjóðenda eru metnar á sama hátt og VÍB gerði við mat á framtíðarafkomumöguleikum SR-mjöls hf. má ætla að verðmæti fyrirtækisins hafi verið nokkru hærra en sem nam endanlegu kaupverði og frekar legið nærri efri mörkum mats VÍB.``
    Ég skal ekkert segja um það nákvæmlega hvaða verð er sanngjarnt fyrir þetta fyrirtæki en það reyndi bara aldrei á það hvort þessi hópur var tilbúinn að borga hærra verð fyrir fyrirtækið. Hæstv. landbrh. fullyrti að þessi hópur hefði snúið frá en hann var bara einfaldlega ekki til 29. des. því það lá ekkert fyrir um hverjir mundu taka þátt í þessum kaupum þá.