Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 01:37:08 (7059)


[01:37]
     Guðni Ágústsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Það er að verða dálítið liðið á nóttina og tvísýnt um það hvort skynsamlegt sé að halda þessum þingfundi áfram. Hér hafa menn mjög reynt á þrek sitt í dag og því hefur verið lýst yfir með

þetta mál sem menn vilja fara að ræða í skjóli nætur að um það hafi verið að nást einhver samstaða. Ég hef séð að þetta er eitthvert mesta fyrirvaralið sem birst hefur á þingskjali því hver og einn einasti maður skrifar undir með fyrirvara en ég hef auðvitað sannar fregnir af því að hæstv. umhvrh. hafi mjög leitað og nefndarmenn lagt sig fram um að ná fram ýmsum breytingum og séu á góðri leið með það. Þess vegna teldi ég það heppilegt málsins vegna að umræðunni yrði frestað og þess freistað með skynsamlegum hætti að þingflokkarnir nái saman um þetta mál.
    Því er ekki að leyna, hæstv. forseti, að það eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð að láta sér detta það í hug að menn haldi þinginu svona til vinnu. Hér eru margir þingmenn boðaðir til nefndarstarfa hygg ég kl. 8 í fyrramálið og þingfundur skal settur klukkan 10.30. Bera þessir menn enga virðingu fyrir vinnulöggjöfinni sem hér starfa? Ég spyr.
    Ég get vel fallist á það að hv. 15. þm. Reykv. mæli fyrir brtt. og málinu síðan frestað eða alla vega að því loknu leitað samkomulags um það hve lengi á að halda áfram, hæstv. forseti. Ég held að það sé heppilegt upp á lok þingsins. Við höfum ekki langan tíma. Stjórnarliðið hefur boðað að þinginu skuli ljúka í þessari viku. Hér verður lítið um þinghald á miðvikudag og þess vegna er miklu betra að reyna að ná sátt um framhald þinghaldsins og gera það í samráði við bæði stjórnarflokkana og ekkert síður stjórnarandstöðuna. Ég ber mikla umhyggju og samúð fyrir þessu máli og að hæstv. umhvrh. haldi haus og fái eitthvað afgreitt. En ég legg til hans vegna að nefndin kynni sína brtt. og leiti síðan samráðs við okkur í þingflokkunum um fullnaðarbreytingar á frv.