Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 03:18:23 (7085)


[03:18]
     Pálmi Jónsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kristínu Einarsdóttur, hv. formanni umhvn., fyrir þessa ábendingu. Þess var að vísu ekki þörf, mér var það fullljóst að það er sett upp ráðgjafarnefnd í þessum efnum til að gefa hæstv. ráðherra góð ráð. Eigi að síður er það hann og hann einn sem hefur valdið til þess að kveða á um það hvenær og hversu lengi og í hvaða tilvikum þær heimildir skuli notaðar sem finnanlegar eru í þessu frv. Ég verð að treysta því að hæstv. ráðherra fari þannig með það vald að það ofbjóði ekki þeim sjónarmiðum fólks í landinu sem vill gjarnan að við nýtum með hæfilegu móti þennan hluta af náttúrufari landsins, okkur bæði til ánægju og framfærslu.