Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 11:53:18 (7095)


[11:53]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það var fátt í máli rímfræðings Sjálfstfl. sem ég þarf að svara. Þessi ábending hans um það að ekki væri hægt að setja þak á afla báta sem stunda krókaveiðar, mér finnst það nú ekki mjög mikil rökvísi í málflutningnum að því leyti að það væri ekki verið að úthluta þar neinum kvóta þó sett væri þak á afla á einstökum báti, það er ekki jafngildi þess að það sé verið að úthluta þar kvóta þó slíkar takmarkanir væru settar. Ég er sannfærður um að það er í þágu hagsmuna þeirra sem enn búa þó við þetta frelsi sem fylgir krókaveiðunum og er ólíkt því sem varðar það helsi sem flestir eru nú að gefast upp undan, sem völdu sér aflamarkið, bæði undir sex tonnum og ofar.