Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 16:59:18 (7124)


[16:59]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Frú forseti. Mér líkar vel að heyra að krókagreifar séu ekki bara bundnir við Sauðárkrók en ég get ómögulega samþykkt á nokkurn hátt þá skýringu sem hv. þm. Vilhjálmur Egilsson hefur á því. Ég lýsti því hvernig krókaleyfishafar hafa aðeins hálft ár eftir því sem veður leyfir þó innan þessa hálfa árs til að stunda sínar veiðar. Er eitthvert jafnræði með þeim eða einhver samlíking til með þessum aðilum og sægreifunum sem ég lýsti hér áðan?
    Mér líkar vel að hv. þm. tekur undir með mér, ég skil hans orð þannig, að þetta er aðeins skref, hænufet, í áttina að þeim breytingum sem þarf að gera á kerfinu. Það þarf að gera verulegar breytingar en að sjálfsögðu erum við sammála um að við ætlum að vernda fiskinn í hafinu í kringum landið. En ég vona að það sé líka hægt að taka undir það að ef 5% meðafla í þorski er hent í sjóinn þá er það að verðgildi í unninni vöru á milli 1--1,5 milljarðar.