Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 17:52:16 (7137)


[17:52]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. Gísli S. Einarsson andmælir. Það hefur í sjálfu sér voðalega litla þýðingu að andmæla. Ef það liggur ofarlega hjá hv. þm. að andmæla þá er best að gera það innan Alþfl. og andmæla því sem ríkisstjórnin er að gera. Menn verða að hafa forsendur til þess og verða að byggja þær á einhverju. Ég byggi minn málflutning á mönnum sem ég treysti, mönnum í atvinnulífinu. Manni eins og Ragnari Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði.
    Varðandi það að einn atvinnumaðurinn hafi lýst því yfir að þar þurfi að kaupa upp útgerðina, smábátana, þá er, hv. þm., í frv. um Þróunarsjóðinn, sem ég býst við að hv. þm. ætli að styðja, gert ráð fyrir því að þetta verði keypt upp.