Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 21:56:14 (7171)


[21:56]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. er að tala um að menn keyri niður verðið með þessu. Við hvað er miðað? Hvert er hráefnisverðið ef við tökum til að mynda þorsk á Íslandi? Ef hv. þm. tæki meðaltalsverðið á öllum lönduðum þorski hér á landi, er hv. þm. viss um að sú tala sé hærri heldur en sú sem verið er að greiða fyrir þorskinn í viðskiptunum tonn á móti tonni? Ég hef ekki séð hv. þm. koma fram með þann útreikning. Hlutirnir eru einfaldlega ekki svona einfaldir.
    Menn hafa sagt að það ætti að leysa þetta með því að setja allan fisk á markað. Ef það væri gert þá yrði það meðalverð fyrir þorskinn sem út úr því kæmi ekki það verð sem fæst af því litla broti aflans sem í dag fer á markað. Meðalverðið sem þá kæmi út úr markaðnum væri væntanlega eitthvað viðlíka og

meðalverðið af þorskinum sem í dag fer annars vegar á markaðinn og hins vegar í vinnslu af einstökum skipum hjá viðkomandi fyrirtækjum og tekur sitt verð þar. Þannig að hlutirnir eru ekki svona einfaldir.