Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 23:52:50 (7185)


[23:52]
     Frsm. meiri hluta sjútvn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það má líka segja sem svo að það verði ekki friður við sjómannasamtökin nema þær takmarkanir sem settar eru inn á framsalið komi til framkvæmda. Mér finnst að þegar Framsfl. á það lítið eftir til að fallast á þessar tillögur okkar og þegar hægt er að sýna fram á að menn geti mjög auðveldlega starfað með þessum tillögum og náð fullu hagræði og þegar hægt er að sýna fram á að það er hægt að taka upp samninga og vista varanlegan kvóta á skipum sem menn eiga ekki, þá sé ég ekki neinar forsendur fyrir því að Framsfl. standi utan við þetta mál.