Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 23:53:45 (7186)


[23:53]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var kannski það sem síðasti ræðumaður kom inn á, að það virðist vera að hjá Framsfl. hafi stétt manna sem heitir sjómenn gleymst varðandi kvótakerfið.
    En varðandi það sem hann kom inn á áðan, það sem ég hafði vitnað til fyrr í dag og í gær í ræðu minni varðandi atvinnumennina í fiskvinnslunni og vitnaði þá sérstaklega til þeirra í Fiskiðju Skagfirðinga varðandi útflutning á ferskum fiski, þá finnst mér eðlilegt að geta þess og það má lesa það í dagblöðum í dag að Grandi hf. hefur stórlega aukið vinnslu sína á ferskum fiski og m.a. karfa. Heildarafli í vinnslu hjá Granda var 31.500 tonn, 27% aukning, og þar er sagt m.a.: ,,Í fyrra var mest unnið af karfa eða 9.833 tonn á móti 6.000 tonnum árið 1992.``
    Það má sjá, hv. þm. Stefán Guðmundsson, að það er arðvænlegt að vinna karfa eins og Grandi er að gera og ber þar ábyrgð á sínu fólki og skapar þar fjölda starfa sem betur væri gert fyrir norðan.