Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:00:46 (7192)


[00:00]
     Árni Johnsen (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var líkt hv. þm. Stefáni Guðmundssyni að vera með hroka. Ég hef fylgst með þessari umræðu í dag. Þó að ég hafi ekki verið í þingsalnum í sleitusetum þá hef ég fylgst með umræðum. Það er hægt að gera það á annan hátt en vera í þingsalnum. ( GÁ: Heima í bæli.) Og þetta er skítseiðisháttur, frammíkall sem hv. þm. Guðni Ágústsson kallar hér.
    ( Forseti (SalÞ) : Gætið orða ykkar.)
    Og ég endurtek það. ( Gripið fram í: Má ég heyra aftur?) Það er nefnilega svo að málflutningur framsóknarmanna í þessu dæmi er einfaldlega sá að þeir koma þannig til dyranna að þeir tala svo út og suður. Þeir eru svo útskeifir að það er ekki nokkur leið að átta sig á því hvort þeir eru að koma eða fara.