Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:05:08 (7197)

[00:05]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt að ég hef sagt það margsinnis að það er auðvitað spurningin um hvað má taka úr hafinu. Það er stóra spurningin og hvernig við getum gert sem mest úr því og hvernig við náum því á sem hagkvæmastan hátt. Það er rétt að það mistókst hjá okkur að beita sóknarmarkinu. Þess vegna fóru menn út í aflamark og menn hafa verið að þróa það. Ég held að það sé staðreynd í málinu að það er ekkert annað kerfi til sem hefur dugað betur í fiskveiðistjórnun en það kerfi sem við Íslendingar búum við. Það er staðreynd í málinu. Alla vega er það alveg morgunljóst að það kerfi sem Alþb. býður upp á dugar ekki. Það er ónýtt kerfi. Það veit ég.