Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:09:16 (7201)


[00:09]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Ég var búinn að svara því rétt áðan, hv. þm., í sambandi við fiskvinnslukvótann og segi það enn og aftur. Ég er ekki talsmaður fiskvinnslukvóta og hef ekki verið.
    Hvað lýtur að sjómönnum og kjaramálum þeirra held ég að þingmaðurinn ætti bara að lesa álit sjútvn. til að sjá hvað við þingmenn Framsfl. segjum í þeim efnum. Það liggur alveg ljóst fyrir frá mér. Ég er búinn að segja æ ofan í æ að ég vil gera allt til að koma í veg fyrir að sjómenn séu látnir taka þátt í kaupum á aflaheimildum. Ég er margbúinn að segja það hér. En það virðist vera sama með hv. 1. þm. Vesturl. og hv. þm. Árna Johnsen að þeir eru ekki í húsinu að hlusta og koma svo bara eins og álfar út úr hól og spyrja.