Skattskylda innlánsstofnana

150. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 13:23:30 (7235)


[13:23]
     Vilhjálmur Egilsson :
    Virðulegur forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. frá efh.- og viðskn. Hún er við 3. gr. frv. og er þannig, með leyfi forseta:
    ,,6. gr. laganna orðast svo:
    Lánastofnanir skulu undanþegnar stimpilgjaldi af fjárskuldbindingum sem þær kunna að taka á sig.``
    Skýringin á þessari tillögu er sú að innlánsstofnanir, svo sem bankar, eru ekki stimpilgjaldsskyldar af verðbréfaútgáfu sem þær gefa út á innlendum markaði og það sama gildir um fjárfestingarlánasjóði.

Það sem hér er um að ræða er að eignarleigur sitji við sama borð og aðrir aðilar á fjármagnsmarkaði þannig að þegar eignarleigur gefa út skuldabréf á innlendum fjármagnsmarkaði þá falli ekki á það stimpilgjald frekar en aðrar fjármálastofnanir.