Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.)

151. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 21:01:04 (7257)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Fyrir er tekið eina dagskrármálið, almennar stjórnmálaumræður, sem útvarpað verður og sjónvarpað héðan úr þinghúsinu. Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 30 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, um það bil 10 mínútur í hverri. Röð flokkanna verður í öllum umferðum: Samtök um kvennalista, Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Framsfl. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Samtök um kvennalista talar í fyrstu umferð Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf., í annarri umferð Kristín Ástgeirsdóttir, 18. þm. Reykv., og í þriðju umferð Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn. Fyrir Sjálfstfl. talar í fyrstu umferð Davíð Oddsson forsrh., í annarri umferð Þorsteinn Pálsson sjútvrh., en í þeirri þriðju Geir H. Haarde, 8. þm. Reykv. Ræðumenn Alþb. verða í fyrstu umferð Ólafur Ragnar Grímsson, 8. þm. Reykn., í annarri umferð Guðrún Helgadóttir, 14. þm. Reykv., og Jóhann Ársælsson, 3. þm. Vesturl., og í þriðju umferð Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv. Fyrir Alþfl. talar í fyrstu umferð Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þm. Reykn., í annarri umferð Sigbjörn Gunnarsson, 7. þm. Norðurl. e., og Gísli S. Einarsson, 4. þm. Vesturl., en í þriðju umferð Gunnlaugur Stefánsson, 5. þm. Austurl. Fyrir Framsfl. talar í fyrstu umferð Halldór Ásrímsson, 1. þm. Austurl., í annarri umferð Guðmundur Bjarnason, 1. þm. Norðurl. e., og í þeirri þriðju Jón Kristjánsson, 2. þm. Austurl.
    Hefst nú umræðan og tekur til máls hv. 6. þm. Vestf., Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, og talar af hálfu Samtaka um kvennalista.