Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 22:56:41 (7347)


[22:56]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. Vilhjálmur Egilsson gerði skýra grein fyrir því að af skattalegum ástæðum væri hann á móti þessu máli. Nú er það svo að þeir sem eignast eigið húsnæði fá vissan stuðning ríkisins til að eignast það í gegnum skattkerfið og eru þar með á vissum húsaleigubótum. Félmrh. hefur skattamál ekki á sínu sviði. Hæstv. félmrh. verður þess vegna ekki sakaður um það að hafa brugðist í þeim efnum að flytja frv. um breytingu á skattalögum, það heyrir undir hæstv. fjmrh. Og spurningin er: Hvað dvelur orminn langa og hvers vegna beinir hv. þm. Vilhjálmur Egilsson ekki spjótum sínum að hæstv.

fjmrh. í stöðunni eða lýsir því yfir að hann muni beita sér fyrir því, sem hagfræðingur og hv. þm., að vinna málinu fylgi í gegnum þingið, þ.e. skattabreytingum? Það hlýtur að vera hin stóra spurning því það er ekki rökrétt að snúast gegn þessu frv. nema búið sé að fella þær hugmyndir sem hv. þm. telur að eigi að vera þær einu réttu í skattamálum og fróðlegt væri að sjá slíkar hugmyndir á breytingartillögum við skattalögin.