Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:12:10 (7353)


[23:12]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það má vera að svör mín séu óljós en ég vil þó reyna að endurtaka þau. Þau voru á þá leið að ég væri tilbúinn til þess að skoða skattlagningu húsaleigutekna ásamt annarra eignatekna eins og t.d. vaxtatekna. Ég tel að það sé nokkuð skýrt svar. Ég tel ekki ástæðu til þess að endurskoða húsaleigubætur sérstaklega í tilefni þessa

frv. vegna þess að rökin eru á þá lund að það eigi að endurskoða skattlagninguna af því að einhverjir aðilar hafi ekki talið fram samkvæmt skattalögunum. Ég sé ekki að það séu góð rök í þessu máli því að ef þau ætti að nota yfirleitt í skattamálum þá gætum við lagt af skatta í heilum atvinnugreinum þar sem um skattsvik hefur verið að ræða á undanförnum árum.