Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:27:44 (7359)


[23:27]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Varðandi þetta andsvar hv. 2. þm. Austurl. vil ég segja að ég tel að það hefði verið til mikilla bóta ef jafnframt hefði verið hægt að taka á skattlagninu leigutekna eins og fram kom hjá hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni og hann gerði mjög glögga grein fyrir. Ég tel að það hefði verið mjög til hins betra og gæti e.t.v. leitt til þess að hægt væri að gera enn meiri bragarbót á því sem varðar leigjendur og þá sem sinna útleigu íbúðarhúsnæðis. En koma tíma og koma ráð og vonandi tekst í haust að bæta úr því.