Leikskólar

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 10:15:19 (7426)


[10:15]
     Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var beint til mín tveimur spurningum varðandi 9. gr. frv. Það kemur alveg skýrt fram í greinargerð með frv., og ég vísa þá líka til sveitarstjórnarlaga, að sveitarstjórnum er heimilt að sameina nefndir og það er eingöngu verið að vísa í þetta ákvæði í þessu frv. Það er ekkert sem hægt

er að túlka á þann veg að það sé verið að þrengja að sveitarfélögunum. Hins vegar geta menn auðvitað verið ósammála um það hvort nauðsynlegt er að hafa þetta ákvæði inni í lögunum og um það greinir okkur á.
    Það var einnig nefnt að það væri óþarft að setja inn ákvæði um það að sveitarfélög sem sameinuðust um rekstur leikskóla ættu öll fulltrúa í leikskólanefnd. Ég bendi á að það er sambærilegt ákvæði í grunnskólalögum og nefndinni þótti eðlilegt að setja þetta einnig inn í leikskólalögin.