Leikskólar

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 10:38:00 (7432)


[10:38]
     Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í tilefni af orðum hv. þm. Svavars Gestsonar, um að það hefði ekki verið haft samráð við sveitarfélögin við samningu þessa frv., þá vil ég taka það fram að Samband ísl. sveitarfélaga átti tvo fulltrúa í þeirri nefnd sem vann að samningu frv. Einnig vil ég að það komi fram hér að í umsögn um frv. til laga um leikskóla sem menntmn. barst frá Sambandi ísl. sveitarfélaga segir svo, með leyfi forseta:
    ,,Með frumvarpinu er sjálfstæði og sjálfsforræði sveitarfélaganna varðandi stjórnun og ábyrgð á málefnum leikskólans aukið miðað við gildandi lög um leikskóla. Virðist það vera meginmarkmiðið með framlagningu frv. og er sambandið sammála þeim breytingum.``
    Eina athugasemdin sem Samband ísl. sveitarfélaga gerir við þetta frv. er varðandi orðalag í 3. gr. frv.