Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 11:08:24 (7448)


[11:08]
     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég heyri að hv. þm. er á miklum flótta í málflutningi sínum en ég held að það sé alveg ljóst að hv. fyrrv. þm., Steingrímur Hermannsson, greiddi fyrst og fremst atkvæði gegn samningnum vegna þess að hann taldi að hann stæðist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar.